Víkurröst frístundahús leitar að starfsmanni í hlutastarf

Víkurröst frístundahús auglýsir eftir kvenmanni  í frístundastarf fyrir börn, unglinga og ungmenni á aldrinum 6 – 20 ára. Um er að ræða hlutastarf. Umsóknarfrestur er 29. ágúst 2013.


Víkurröst leggur áherslu á að veita öllum börnum , unglingum og ungmennum möguleika til að stunda uppbyggilegt frístundastarf í öruggu umhverfi þar sem tekist er á við skapandi vinnu. Áhersla er lögð á forvarnir í öllu starfi og lýðræðisleg vinnubrögð.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Skipuleggja frístundastarf með börnum og unglingum í samráði við forstöðumann.
• Efla frumkvæði, virkni og sjálfstæði barna unglinga.
• Skipuleggja og taka þátt í skipulögðu hópastarfi.
• Gæta þess að umgengi um aðstöðu Víkurrastar sé til fyrirmyndar.
• Önnur störf falin af yfirmanni sem falla innan eðlilegs starfssviðs hans.

Hæfniskröfur
Umsækjendur verða að eiga gott með að umgangast fólk, hafa góða samskiptahæfileika, ríka þjónustulund, vera stundvís. Starfsmaður þarf að taka frumkvæði, vera hugmyndaríkur, geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð og vera góð fyrirmynd og hafa hreint sakavottorð
Starfsmenn þurfa að hafa náð 20 ára aldri.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Viktor Már Jónasson forstöðumaður Víkurrastar í síma 4604988 og með tölvupóst viktor@dalvikurbyggd.is  eða Árni Jónsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í síma 4604913 eða með því að senda fyrirspurnir á arni@dalvikurbyggd.is 

 
Umsóknum með ferilsskrá skal skilað í Víkurröst eða með tölvupósti á viktor@dalvikurbyggd.is  og verður móttaka umsókna staðfest.