Viðburðir í Dalvíkurbyggð á næstunni

Laugardagur
Dalvíkurskjálftinn, opið mót í golfi á Arnarholtsvelli. Golfklúbburinn Hamar.

Söguganga Sveinbjörns Steingrímssonar um gömul hús og sögustaði á Dalvík klukkan 14:00. Farið frá Byggðasafninu Hvoli.

Þriðjudagur
5. – 14. ágúst Reiðnámskeið hefst fyrir börn og unglinga. Námskeiðið tekur 6 daga. Kennt verður í tvær klukkustundir á dag. Verð 9.900 kr. Systkinaafsláttur er 20%. Leiðbeinandi er Sveinbjörn Hjörleifsson. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar í símum 466 1679 og 861 9631. Æskulýðsráð Hestamannafélagsins Hrings.

Miðvikudagur
Afhjúpun ljósmyndasýningar á hafnarbakkanum klukkan 13:00. Mæting við Bakaríið

Fiskidagsgangan mikla - Fjölskylduganga upp að kofa, lagt af stað frá Dalvíkurkirkju klukkan 19:00 undir leiðsögn.
Allir sem taka þátt geta skráð síg í sérstaka bók í kofanum og lenda í potti - Vegleg verðlaun.