Vetrarleikarnir 8. mars 2012

Vetrarleikarnir 8. mars 2012

Á fimmtudaginn, 8. mars, héldum við hina árlegu vetrarleika Kátakots og Krílakots. Þetta er nokkurra ára hefð hér í bæ. Vetrarleikarnir voru settir kl. 10:00, að þessu sinni var það Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar, sem setti leikana og renndi sér þ.a.l. fyrstu ferðina. Börn og foreldrar renndur sér svo í u.þ.b. klukkutíma. Um 11 leytið fóru nemendur 5. bekkjar, sem er vinabekkur leikskólanna, aftur í skólann, en þau voru svo elskuleg að aðstoða okkur þennan dag og þökkum við kærlega fyrir þátttökuna. Þau fengu viðurkenningar"pening" að launum. Einnig fóru leikskólabörnin aftur í sína leikskóla þar sem snæddur var hádegisverður. Við fengum hakk og spaghetti í matinn og svo var kakósúpa með tvíbökum í eftirmat sem börnunum þótti afar góð. Síðan voru veittar viðurkenningar fyrir þátttökuna. Myndir frá vetrarleikunum koma inn á heimasíðuna von bráðar.