Verður titillinn varinn?

Verður titillinn varinn?

 

Eins og greint hefur verið frá hér á vefnum var Dalvíkingurinn Júlíus Júlíusson valin fyndnasti maður Norðurlands nú á dögunum. Þann 30. okt. þarf pilturinn að reyna sig við aðra fyndna menn, þegar keppnin Fyndnasti maður Íslands fer fram. Keppnin er haldin á skemmtistaðnum Felix í Reykjavík og hefst kl. 22:00. Mikilvægt er að þeir sem geta stutt okkar mann mæti snemma til leiks því aðgangur er takmarkaður og húsið fyllist fljótt. Í fyrra sigraði Dalvíkingurinn Sigurvin Jónsson ,,Fíllinn,, og því er allt eins líklegt að titillinn verði áfram hér í Dalvíkurbyggð.

mynd www.ogvodafone.is