Velferðasjóður barna- og ungmenna í Dalvíkurbyggð

Dalvíkubyggð hefur starfrækt Velferðasjóð barna- og ungmenna í Dalvíkurbyggð frá árinu 2013. Sjóðurinn var stofnaður af íþrótta- og æskulýðsráði og er markmið sjóðsins að styðja börn og ungmenni á aldrinum 6 – 18 ára með lögheimili í Dalvíkurbyggð sem vegna tímabundinna aðstæðna hafa takmarkaðan aðgang að íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Stofnframlag sjóðsins kom frá Dalvíkurbyggð og öðrum áhugasömum stofnfélögum. Aðrar tekjur sjóðsins eru frjáls framlög.

Um leið og við minnum á að sjóðinn óskum við eftir áhugasömum einstaklingum sem vilja leggja sjóðnum lið með frjálsum framlögum svo hann geti starfað áfram og stutt við börn og ungmenni til þátttöku í íþrótta- og æskulýðsstarfi í Dalvíkurbyggð.

Áhugasamir geta sett í sig í samband við undirritaðan

Hér er hægt að sjá reglur um Velferðarsjóðinn

Gísli Rúnar Gylfason
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
gislirunar@dalvikurbyggd.is