Vegvísar gönguleiða komnir upp

Eins og kom fram hér á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í haust voru keyptir vegvísar að níu gönguleiðum hér í Dalvíkurbyggð. Merktir hafa verið sjö upphafspunktar nú þegar og verða þessir tveir sem eftir eru settir upp á næstu dögum. Aðilar úr ferðafélaginu Ferðatröll hér í Dalvíkurbyggð komu vegvísunum fyrir. Í tengslum við uppsetningu skiltanna er unnið að gönguleiðabæklingi sem kemur út nú á næstu dögum en í honum er þessum níu gönguleiðum lýst svo ferðamenn og heimamenn geti auðveldlega fundið skemmtilega gönguleið við sitt hæfi.