Vefmyndavél á heimasíðu Dalvíkurbyggðar

Loksins geta brottfluttir Dalvíkingar sem og aðrir heimsótt Dalvíkurbyggð oftar en vefmyndavél hefur nú verið komið upp á annari hæð Ráðhússins á Dalvík.  Vélin er af gerðinni Linksys Wireless - G ptz og sem stendur sýnir vélin miðbæjarsvæðið á Dalvík og út á höfn. Hér til hægri má finna hlekk á vélina eða með því að smella hér.