Veðurspá veðurklúbbsins á Dalbæ fyrir janúarmánuð

Veðurklúbburinn á Dalbæ hélt janúarfund sinn 14. janúar síðastliðinn og í kjölfarið var eftirfarandi spá gerð fyrir mánuðinn. Tungl kviknaði 4. janúar kl.09:03 að morgni í ASA og fullt tungl er19. janúar kl. 21:21. Fundarmenn álíta að þessum leiðindakafla sé að ljúka og að tíð muni heldur fara batnandi.  Spáð er að eftir fyrstu viku í þorra muni koma hlákutíð og snjóa muni taka upp að mestu  Vindar munu blása úr S.V. og N.V. sitt á hvað.

Með kærri kveðju,

Veðurklúbburinn á Dalbæ