Veðurspá veðurklúbbsins á Dalbæ

Veðurklúbburinn á Dalbæ kom saman til fundar þann 29. september 2009 til að spá fyrir um veður í októbermánuði.

Félagar voru sáttir við spá seinnihluta septembermánaðaar en ekki öllu leyti með fyrripartinn.  Þeir töldu að það gæti orðið einhver leiðindi fyrst í október en að öðru leyti yrði hann allgóður.  Nýtt tungl (sunnudagstungl) kviknar 18. október í aust-norðaustri (a.n.a.)


Eitt sérálit kom fram þess efnis að það yrði leiðindatíð fram yfir 4. október, en eftir það yrði mánuðurinn góður miðað við árstíma.

Með haustmánaðarkveðju,

Veðurklúbburinn á Dalbæ.