Veðurspá Veðurklúbbs Dalbæjar fyrir janúarmánuð

Veðurklúbburinn á Dalbæ hefur nú gefið út veðurspá sína fyrir janúarmánuð. Klúbbfélagar mættu á fyrsta fund ársins og voru nokkuð ánægðir með hvernig spáin hefur ræst í stórum dráttum.  Tungl kviknar í A 15. janúar  kl. 07:11.  Tunglmyrkvi 31. des. 


Félagar áætla að janúar geti orðið nokkuð kaldur og stormasamur og jafnvel muni snjóa tölvert þegar líða tekur á mánuðinn. Töldu þá að fyrripartur mánaðarins yrði betri en seinni hlutinn.

Með góðri kveðju og ósk um gleðilegt nýtt ár, með þökk fyrir liðna árið.

Veðurklúbbur Dalbæjar.