Veðurspá októbermánaðar frá veðurklúbbnum

Að þessu sinni töldu klúbbfélagar septemberspána hafa alveg snúist við, fyrri parturinn átti við seinni hluta mánaðarins og svo öfugt. Þeir telja að október verði mildur, suðlægar áttir verði í meirihluta, einhverjir úrkomudagar gætu komið að norðan, smá skot dag og dag. Tungl kviknar í A.N.A. þann 11.október. Klúbbfélagar senda sláturkveðjur og senda frá sér eftirfarandi vísu:

Alltaf verið er að blekkja
-er það til framfara-
okkar lömb sem engan þekkja
íslenskan slátrara.