Veðurspá janúarmánaðar frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

Fundur var haldinn í Veðurklúbbi Dalbæjar föstudaginn 30. desember 2011 kl. 14:00.

Fundarmenn spá því að framan af janúarmánuði verði fremur umhleypingasamt. Eftir það muni taka við erfiðari tíð og snjóalög verði meiri en verið hefur undanfarin ár. Þann 23. janúar kviknar nýtt tungl í A kl. 07:39, sem er þorratungl og mánudagstungl. Veit þessi tunglkoma frekar á verri tíð.
Austan og norðaustan áttir munu ríkja í mánuðinum.


Með áramótakveðju,

Veðurklúbburinn á Dalbæ