Veðurspá fyrir október 2010 frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

Veðurspá fyrir október 2010
Spá gerð 12. okt. 2010.

Nýtt tungl 7. okt. kl. 18:44 í vestri.
Upp úr miðjum máðuði mun grána í um það bil viku og vindur úr norð vestri.
Fyrsti vetraradagur er 23. október og verður þá norð vestan hraglandi, en ekkert slæmt veður.
Einn klúbbfélaga sagði frá eftirfarandi draumi:
Hana dreymdi fjórar myndir í gylltum ramma og skrautllegum. Voru tveir litir í hverri mynd, rauður og hvítur.
Óskað er eftir ráðningu á þessum draumi frá þeim sem þetta sjá eða heyra.

Sláturtíðarkveðjur frá Veðurklúbbnum á Dalbæ.

Að gefnu tilefni:

Auðvitað ég ei er tregur,
ykkur skýra hér frá því.
Að veðurklúbbur virðulegur,
víst þarf líka sumarfrí.