Veðurspá fyrir marsmánuð frá Dalbæ

Klúbbfélagar voru nokkuð sáttir við það hvernig febrúarspáin gekk eftir.  

Veður á öskudaginn réði ágætlega næstu 18 dögum, þ.e. bræðrunum. Síðari hluti öskudags var nokkuð góður, stillt og bjart verður, því verða næstu dagar mjög svipaðir og undanfarið, en 18. dagur frá öskudegi var 6. mars sl.   Hvað varðar framhald á mánuðinum þá kviknar nýtt tungl 15. mars í VNV og er mánudagstungl.   Samkvæmt gömlum kenningum þá eru mánudagstungl annað hvort þau bestu eða verstu tunglkomur.   Klúbbfélagar eru ekki trúaðir á öfgar í veðurfari á næstunni og ætla að fyrrihluti mánaðarins verði góður, hægviðri og blíðvirðri.  Eftir tunglkomu má reikna með nokkuð góðu veðri, en þó verður að muna eftir því að það er ennþá vetur og því má reikna með smá hriðarskotum en engu illviðri.

Með Góukveðju,

Veðurklúbburinn á Dalbæ