Veðurspá fyrir maí 2010


Veðurklúppsfélagar voru mjög sáttir við það hvernig aprílspáin hefur gengið eftir.

Hvað varðar veðurhorfur í maímánuði þá er niðurstaðan þessi:

Maítungl kviknar í norðri kl. 01:04.  Síðustu daga í apríl og fyrstu dagana í maí verður leiðinda veður og einnig um hvítasunnuna. Annars þokkalegt veður en kalt með norðan og norðvestlægum áttum.


27. apríl 2010
Sauðburðarkveðjur
frá  Veðurklúbbnum á Dalbæ.