Veðurklúbburinn á Dalbæ með veðurspá septembermánaðar

Nú hefur Veðurklúbburinn á Dalbæ sent frá sér veðurspá fyrir septembermánuð en fundur var haldinn í klúbbnum 30.ágúst. Tungl kviknar í N.N.A. kl. 03:04 og er mánudagstungl. Mánudagstungl eru annað hvort verstu eða bestu tungl.

Fundarmenn álíta að tíðin verði góð og mild en gæti orðið nokkuð vætusöm seinnipart mánnaðar. Draumar manna sem sátu fundinn falla í þá átt að mánuðurinn verði mildur.

Kveðja frá

Veðurklúbbnum á Dallbæ