Veðurklúbburinn á Dalbæ með nýja veðurspá

Nú er komin veðurspá fyrir maí 2009 frá Veðurklúbbnum á Dalbæ en hún var gerð 28.apríl síðastliðinn. Í spánni segir að 25.apríl hafi kviknað nýtt tungl í N.N.A kl. 23:00. Fundargestir áætla að sunnanáttir muni ríkja framan að en undir lok mánaðarins muni koma kuldatíð og standa fram yfir sjómannadag og jafnvel að 17.júní. Þessi kuldatíð kemur með nýju tungli 24. maí í S.S.A. kl: 12:11.

Veðurklúbburinn Dalbæ