Vala Katrín 5 ára

Vala Katrín 5 ára

Á fimmtudaginn, þann 29. maí verður Vala Katrín 5 ára. Við héldum upp á daginn í dag þar sem leikskólinn verður í fríi á fimmtudaginn. Vala Katrín bjó sér til fallega hjarta og blómakórónu og síðan bauð hún upp á ávexti í ávaxtastundinni. Við sungum afmælissönginn fyrir hana og svo fór hún út og flaggaði íslenska fánanum. Til hamingju með afmælið þitt elsku Vala Katrín og fjölskylda