Útivistartími barna

       

Um útivistartíma.

Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20.00 frá 1. sept. til 1. maí og eftir kl. 22.00 frá 1. maí til 1. sept. nema í fylgd með fullorðnum.

 

Börn á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22.00 frá 1. sept. til 1. maí og eftir kl. 24.00 frá 1. maí til 1. sept. nema í fylgd með fullorðnum.  Undanskilið er þó bein heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Aldur barna skv. þessu skal miðast við fæðingarár.