Upplýsingar um sorphirðu

Upplýsingar um sorphirðu

Vegna veðurs og færðar síðustu daga reyndist ekki hægt að nálgast sorptunnur íbúa í gær, fimmtudag. Samkvæmt sorphirðudagatali 2019 átti að tæma endurvinnslutunnurnar í gær. Nýjar upplýsingar herma að Terra muni nálgast grænu tunnurnar hjá íbúum Dalvíkurbyggðar á morgun, laugardaginn 14. desember. Mjög mikilvægt er hægt verði að nálgast tunnurnar með auðveldum hætti svo hægt verði að tæma þær og því nauðsynlegt að moka vel frá tunnunum.

Tunnur verða ekki tæmdar þar sem aðgengi er ábótavant.