Upplýsingar frá vatnsveitu

Mynd: Sindri Ólafsson
Mynd: Sindri Ólafsson

Í augnablikinu er bilun í varaafli dælustöðvarinnar á Bakkaeyrum sem getur orsakað tímabundið vatnsleysi í þéttbýlinu. Unnið er að viðgerð og mun það komast í lag í dag. Íbúum er bent á að fara sparlega með heitt og kalt vatn þar til eðlilegt rafmagnsflæði kemur inn á svæðið á ný.