Upplestrarkvöld í Bergi 14. nóvember

Upplestrarkvöld í Bergi 14. nóvember

Á mánudagskvöld 14. nóv. verður upplestrarkvöld í Bergi. Þá sameinum við á einu kvöldi því að Norræna bókasafnavikan hefst, dagur íslenskrar tungu er í þeirri sömu viku og ,,jólabókaflóðið" er í hámarki. Við bjóðum upp á notalega stemmingu, lestur úr nýjum og forvitnilegum bókum og þeir sem vilja geta notið veitinga frá Basalt-café.  Allir velkomnir, börn og unglingar í fylgd með fullorðnum og enginn aðgangseyrir. Njótum skammdegisins á notalegan hátt. Dagskráin verður auglýst nánar á fésbók https://www.facebook.com/BokasafnDalvikurbyggdar/