Uppbyggingarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningar

Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra veitir verkefnastyrki til menningarverkefna og stofn og rekstrarstyrki til menningarmála. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.

Í ár lítur uppbyggingasjóður sérstaklega til verkefna sem jafna stöðu kynjanna og aldurshópa á svæðinu. Auk þess hafa þær umsóknir forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða.

Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðarlaga eða listgreina. Sérstaklega er horft til verkefna sem eru samstarf þriggja eða fleiri aðila og tengja íbúa á Norðurlandi eystra
Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista
Verkefni sem fela í sér listsköpun fólks á aldrinum 18-25 ára
Verkefni sem fela í sér samstarf við önnur lönd á sviðið menningar og lista
Við mat á umsóknum um stofn og rekstrarstyrki lítur uppbyggingarsjóður til eftirtalinna atriða

Stuðla að því að efla menningarstarfsemi á sviði lista, safna- og menningararfs
Stuðla að nýsköpun í menningarstarfi
Styðja við menningarstarfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu
Umsóknum skal skilað rafrænt til uppbyggingarsjóðs á netfangið uppbygging@eything.is  á þar til gerðum eyðublöðum.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Tilkynnt verður um úthlutun í apríl. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér verklagsreglur uppbyggingarsjóðs.

Nánari upplýsingar um styrki til menningar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menning@eything.is  sími 464 9935. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið uppbygging@eything.is

 Uppbyggingarsjóður auglýsir viðveru menningarfulltrúa vegna úthlutunar styrkja úr sjóðnum. Viðtalstímar verða sem hér segir: 

Dalvík 27. janúar kl. 10-12 Ráðhúsinu á Dalvík, 3.hæð