Unnur Elsa 5 ára

Unnur Elsa 5 ára

Á nýársdag, þann 1. janúar, varð Unnur Elsa 5 ára. Þar sem leikskólinn var lokaður á afmælisdaginn héldum við upp á daginn hennar í dag. Unnur Elsa byrjaði á að búa sér til glæsilega kórónu, flaggaði svo íslenska fánanum, var þjónn í hádeginu og svo sungu börnin afmælissönginn fyrir hana. Við óskum Unni Elsu og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með daginn.