Unglingameistaramót Íslands Dalvík-Ólafsfirði 28. - 30. mars

Unglingameistarmót Íslands fyrir 12-15 ára hefst í dag. Mótið er haldið á Dalvík og Ólafsfirði dagana 28.-30.mars og eru að skíðafélögin á þessum stöðum sem skipuleggja mótið. Keppt er í alpagreinum og göngu. Alls eru skráðir 137 keppendur af öllu landinu á mótið. Dagskrá mótsins má sjá hérna fyrir neðan en einnig eru allar upplýsingar á heimasíðu þess umi2014.skidalvik.is

Fimmtudagurinn 27. mars
Kl. 17:00. Farastjórafundir. Skíðaganga og alpagreinar Tindaöxl Ólafsfirði
Kl. 19:00. Mótssetning Ólafsfirði

Föstudagurinn 28. mars. Stórsvig Dalvík
Kl. 09:45. Fyrri ferð 14-15 ára stúlkur og drengir
Kl. 11:30. Seinni ferð 14-15 ára stúlkur og drengir
Kl. 13:15. Fyrri ferð 12-13 ára stúlkur og drengir.
Kl. 15:00. Seinni ferð 12-13 ára stúlkur og drengir
Farastjórafundur strax að móti loknu í Brekkuseli


Skíðaganga: Ólafsfjörður
Kl. 12:00. Hefðbundið aðferð 3,5km 12-13 ára drengir og stúlkur
Kl. 12:30. Hefðbundið aðferð 5.0km 14-15 ára drengir og stúlkur
Farastjórafundur strax að móti loknu í Tindaöxl

Frítt í sund fyrir keppendur. Opið á Dalvík til 19:00 og Ólafsfirði til 18:00

Kl. 18:00. Keppendur mæta í Félagsmiðstöðina á Dalvík.
Kl. 19:30. Pizzuveisla fyrir keppendur, þjálfara og farastjóra í boði mótsstjórnar
Kl. 20:00. Verðlaunaafhending.

Laugardagurinn 29. mars: Svig Ólafsfirði
Kl. 10:00. Fyrri ferð 14-15 ára stúlkur og drengir
Kl. 10:45. Fyrri ferð 12-13 ára stúlkur og drengir
Kl. 12:30. Seinni ferð 14-15 ára stúlkur og drengir
Kl. 13:15. Seinni ferð 12-13 ára stúlkur og drengir
Farastjórafundur strax að móti loknu í Tindaöxl


Skíðaganga: Ólafsfjörður
Kl. 11:30. Frjáls aðferð 3,5km 12-13 ára drengir og stúlkur
Kl. 12:00. Frjáls aðferð 5,0km 14-15 ára drengir og stúlkur
Farastjórafundur strax að móti loknu í Tindaöxl

Frítt í sund fyrir keppendur. Opið á Dalvík til 17:00 og Ólafsfirði til 18:00

Kl. 18:00. Menningarhúsið Berg Dalvík. Verðlaunaafhending og veitingar

Sunnudagurinn 30. mars: Blandsvig Dalvík
Kl. 10:00. Start fyrri ferð 12-13 og 14-15 ára stúlkur og drengir
Kl. 11:15. Start seinni ferð 12-13 og 14-15 ára stúlkur og drengir
Verðlaunaafhending við Brekkusel strax að móti loknu

Skíðaganga Dalvík. Ólafsfirði til vara
Kl. 11:00. Boðganga 12-15 ára stúlkur og drengir


Verðlaunaafhending strax að móti loknu

Mótshaldarar áskilja sér rétt til breytinga á dagskrá.