Undirritun verksamnings

Fannar Gíslason, Katrín Sigurjónsdóttir og Björn Friðþjófsson
Fannar Gíslason, Katrín Sigurjónsdóttir og Björn Friðþjófsson

Í morgun var undirritaður verksamningur milli Hafnarsjóðs Dalvíkurbyggðar og Tréverk ehf. vegna framkvæmda við Dalvíkurhöfn – Austurgarður, þekja og lagnir. Veitu-og hafnaráð samþykkti á fundi sínum þann 3.apríl, að ganga til samninga við Tréverk að undangengnu útboði í verkið.

Helstu verkþættir eru:
Raflagnir og uppsetning rafbúnaðar í tvö rafbúnaðarhús.
Ídráttur strengja í ídráttarrör.
Uppsetning rafbúnar í tenglaskápa og möstur

 Verkið mun hefjast á næstu dögum en áætluð verklok eru í byrjun september 2019.

Á mynd með frétt má sjá f.v.:

Fannar Gíslason - verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni
Katrín Sigurjónsdóttir - sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð
Björn Friðþjófsson - framkvæmdastjóri Tréverk ehf.