Undirritaður samningur við Skíðafélag Dalvíkur

Á 119. fundi íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs Dalvíkurbyggðar þann 29. desember 2006 var undirritaður samningur á milli Dalvíkurbyggðar og Skíðafélags Dalvíkur til þriggja ára, 2007-2009.  Um er að ræða alls styrkveitingu að upphæð kr. 34.050.000.  Þau Óskar Óskarsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur og Svanfríður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri undirrituðu samninginn.