Umsóknir um starf safnstjóra Bóka - og Héraðsskjalasafns

Í lok nóvember á þessu ári var auglýst eftir safnstjóra yfir Bókasafni Dalvíkur og Héraðsskjalasafni Svarfdæla. Umsóknarfrestur var til og með 11. desember 2005 og bárust alls 3 umsóknir um starfið.

Umsóknir bárust frá eftirfarandi aðilum:

  • Ása Björg Valgeirsdóttir, Dalvíkurbyggð
  • Fanney Halla Pálsdóttir, Hafnarfirði
  • Sigurlaug Stefánsdóttir, Dalvíkurbyggð

Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um ráðningu safnstjóra en samkvæmt erindisbréfi íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs skal ráðið fjalla um umsóknir og gefa umsögn til bæjarstjórnar vegna ráðningar í starfið þar sem um er að ræða forstöðumann stofnunar.  Bæjarstjórn tekur síðan endanlega ákvörðun en samkvæmt 65. gr. samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar ræður bæjarstjórn yfirmenn deilda, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins.