Umsagnir um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172.mál.

Umsagnir um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172.mál.

Umsagnir frá Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar

Í sameiginlegan pott í nýframkvæmdir við vegakerfið, s.s. reiðvegi, hjóla-og göngustíga, héraðsvegi, breikkun brúa, smábrýr, girðingar o.s.frv. eru áætlaðar um 2.000 milj. króna árlega á árunum 2019-2023. Framkvæmdir undir 1.000 milj.kr. eru ekki skilgreindar sérstaklega. Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar leggur þunga áherslu á að sem fyrst verði gerð langtíma fjárhagsáætlun fyrir þessa flokka í samvinnu við sveitarstjórnir landsins. Þannig liggi ljóst fyrir, með góðum fyrirvara, hvaða verkefni verður ráðist í árlega á hverjum stað.    Þar er mikilvægt að fá staðfest sem fyrst á hvaða ári verður farið í framkvæmdir við vegi 805,02-03 og 807,02-03 sem eru framdalir Svarfaðardals og Skíðadals. Einnig áætlun um göngustíga, breikkun brúa o.fl. sem fellur undir þennan lið.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar lýsir furðu sinni á að Akureyrarflugvöllur fái ekki meira vægi í samgönguáætlun og meiri uppbyggingu sem alþjóðaflugvöllur. Beintenging flugs erlendis frá við Norðursvæði er nauðsynleg, bæði hvað varðar ferðamenn og ekki síður vegna flutnings ferskvöru frá svæðinu á markaði erlendis.