Umhverfisverðlaun Dalvíkurbyggðar veitt í dag

Í dag veitti sveitarfélagið Dalvíkurbyggð umhverfisviðurkenningar í annað sinn. Verðlaunin eru veitt bæði til gamans og til að vekja athygli á því sem vel er gert og til að stuðla að fallegra umhverfi hér í Dalvíkurbyggð. Að þessu sinni voru það 3 garðar sem fengu veittan viðurkenningarskjöld og blóm og var það Bjarni Jóhann Valdimarsson formaður umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar sem veitti viðurkenningarnar fyrir hönd dómnefndar.

Í dómnefnd voru Bjarni Jóhann Valdimarsson formaður umhverfisráðs, Jónas Pétursson fyrr. formaður umhverfisráðs, Kristín Dögg Jónsdóttir garðyrkjufræðingur, Kolbrún Pálsdóttir fyrrv. formaður garðyrkjufélagsins á Dalvík og Jón Arnar Sverrisson Garðyrkjustjóri Dalvíkurbyggðar.

Niðurstöður dómnefndar voru eftirtaldir 3 garðar sem voru allir mjög fallegir og snyrtilegir:

Aðalbraut 12, Árskógssandi: eigendur Valdís Erla Eiríksdóttir og Arnþór Hermannsson.

  • sérlega vandaður garður sem er unnin af eigendum, fjölbreyttur trjágróður mjög falleg aðkoma með mikið af sígrænum gróðri, foss og tjörn sem setja skemmtilegan svip á garðinn, allt vel við haldið sem sýnir áhuga og natni eigenda.

Svarfaðarbraut 15, Dalvík: eigendur Ágústína Guðrún Jónsdóttir og Valdimar Snorrason.

  • ævintýranlegur garður jafnt að sumri sem vetri, mikið af sígrænum trjám, allt sérlega snyrtilegt og öllu mjög vel við haldið, gamall garður með metnað.

Sakka II, Svarfaðardal: eigendur Olga Steingrímsdóttir og Þorgils Gunnlaugsson.

  • einstaklega fjölbreyttur gróður og mikið blómstrandi, áhugasemi eigenda leynir sér ekki þar sem mikið er um sérstakar plöntur sem og plöntur úr náttúrunni, allt mjög vandlega sett saman og skipulagt, snyrtilegur og fallegur garður sem gleður augað.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Olgu Steingrímsdóttur frá Sökku II, Valdimar Snorrason og Ágústínu Jónsdóttur, Svarfaðarbraut 15, ásamt Bjarna Valdimarssyni með viðurkenningarnar.