Umferðarfræðsla og hjóladagur

Á morgun, miðvikudaginn 25. maí, verður umferðarfræðsla og hjóladagur í leikskólanum. Sævar lögregluþjónn kemur og rabbar við börnin um helstu atriðin sem hafa þarf í huga í umferðinni og eftir það förum við öll út að hjóla. Hólavegur verður lokaður milli Goðabrautar og Svarfaðarbrautar á meðan hjólað verður svo engin hætta á að stafa af umferð þennan tíma. Við munum útbúa hjólabrautir með umferðarmerkjum fyrir börnin. Munið svo að tékka á hjólunum, hvort þau séu ekki örugglega í lagi og EKKI GLEYMA HJÁLMUNUM. Því miður komast slysavarnarkonur ekki til okkar til að skoða hjálmana að þessu sinni en við treystum því bara að þeir séu rétt stilltir.