Trölli 2012, öldungamót Blaksambands Íslands haldið á Tröllaskaga um helgina

Nú um helgina, 26.-28. apríl, verður öldungamót Blaksambands Íslands haldið á Tröllaskaga í samvinnu blakfélaganna á Siglufirði og blakfélagsins Rima í Dalvíkurbyggð. Þátttakendur á mótinu eru á aldrinum 30-75 ára, alls um 1.100 leikmenn í 142 liðum. Nálægt 850 leikir verða spilaðir þessa daga í íþróttahúsunum á Dalvík, Siglufirði og Ólafsfirði. Spilað er í 13 kvennadeildum og 5 karladeildum.

Rimar sendir kvennalið í 5. og 9. deild og karlalið í 2. og 3. deild og hvetja Dalvíkinga til að líta við í íþróttamiðstöðinni okkar og fylgjast með skemmtilegu móti.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu BLÍ www.blak.is  eða í gegnum heimasíðu mótsins sem er www.trolli2012.is 

Verðlaunaafhending verður í Íþróttamiðstöðinni á Dalvík í mótslok sem áætluð eru um klukkan 16:30 á mánudaginn.


Blakfélagið Rimar þakkar stuðning fyrirtækja og annara sem hafa lagt lið við undirbúning og framkvæmd Trölla 2012.