Troðin skíðagönguleið í Böggvisstaðareit

Fyrir unnendur gönguskíðaiðkunar er hér með vakin athygli á því að búið er að troða skíðagönguleið í gegnum Böggvisstaðareit. Hægt er að fara frá Brekkuseli og góðan hring í gegnum reitinn og upplifa þá miklu vetrarfegurð sem þar er.