Tónfundir í Tónlistarskólanum

Tónfundir í Tónlistarskólanum

Í október og nóvember voru haldnir í 6 tónfundir í Tónlistarskóla Dalvíkur þar sem flestir nemendur skólans komu fram og spiluðu fyrir gesti sína. Fjölmargir sóttu þessa tónfundi og stóðu börnin sig eins og hetjur. Í framhaldinu er svo áformað að halda jólatónleika í Dalvíkurkirkju 16. desember kl.16.30 - 18.00 og 17.desember frá kl. 17.00 og 18.30. Frítt er inn og er öllum boðið að koma og hlýða á þessa skemmtilega krakka.