Tólistardagur

Þriðjudaginn 10. mars verður Tónlistardagur fyrir yngri bekki í Dalvíkurskóla. Þá ætla kennarar Tónlistarskólans að kynna hljóðfæri sín einnig verða settar upp nokkrar stöðvar þar sem boðið er upp á allskyns tónsköpun: söng, dans, hljóðfærasmíði og rytmík. Hefðbundin kennsla í grunnskólanum víkur þá fyrir tónlistarkennslu -og kynningum.

Hljóðfærakynningar fara fram í Tónlistarskólanum og taka margir hljóðfæranemendur skólans þátt í henni. Ármann Einarsson tónlistarskennari frá Akureyri kemur á tónlistardaginn og kennir krökkunum alls kyns rytmískar kúnstir og væntanlega verður mikið líf og fjör í skólanum þennan dag.

 

Meðan krakkarnir eru í Dalvíkurskóla verður Matti með með söngsmiðju í salnum, Þóra verður með danssmiðju í stofu 1, Hjöri verður með hljóðfærasmíði í stofu 4 og Ármann verður með rytmík í stofu 6.

Tónlistardagur verður haldinn fyrir eldri nemendur skólans síðar í vor.