Tíu sækja um starf upplýsingafulltrúa og fimm um starf fulltrúa

Fyrr í mánuðinum auglýsti Dalvíkurbyggð tvö störf laus til umsóknar, starf upplýsingafulltrúa og nýtt starf fulltrúa á umhverfis- og tæknisviði Dalvíkurbyggðar. Umsóknarfrestur fyrir þessi störf rann út á miðnætti mánudagskvöldsins 17. desember sl. Alls bárust tíu umsóknir í starf upplýsingafulltrúa og fimm í starf fulltrúa. Eins og áður hefur komið fram hefur Capacent Ráðningar umsjón með ráðningarferlinu.

Umsækjendur um stöðu upplýsingafulltrúa fyrir Dalvíkurbyggð

Daníel Arason, tónmenntakennari, Eskifirði
Freyr Antonsson, háskólanemi, Dalvíkurbyggð
Guðrún Anna Óskarsdóttir, háskólanemi, Dalvíkurbyggð
Halldór Karl Valdimarsson, upplýsingafulltrúi, Kópavogi
Haukur Snorrason, tölvuumsjónarmaður, Dalvíkurbyggð
Hulda Jónsdóttir, BA nútímafræði, Akureyri
Kristinn Pétursson, athafnamaður, Akureyri
Kristján Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, Dalvíkurbyggð
Margrét Víkingsdóttir, verkefnastjóri, Dalvíkurbyggð
María Stefánsdóttir, fulltrúi, Akureyri

4 drógu umsókn sína til baka.

Umsækjendur um stöðu fulltrúa fyrir Dalvíkurbyggð

Friðjón Árni Sigurvinsson, Dalvíkurbyggð
Helga Íris Ingólfsdóttir, háskólanemi, Dalvíkurbyggð
Ingvar Páll Jóhannsson, gjaldkeri, Dalvíkurbyggð
Lilja Björk Ólafsdóttir, Dalvíkurbyggð
Sandra Rós Ólafsdóttir, landfræðingur, Reykjavík

1 dró umsókn sína til baka.