Tímabundin breyting á Krílakoti

Vegna veikinda mun Anna Kolbrún, nýr leikskólastjóri á Krílakoti, ekki hefja störf fyrr en að ári. Því hefur Drífa Þórarinsdóttir leikskólakennari, með meistaranám í menntunarfræðum, verið ráðin tímabundin í hennar stöðu og hefur hún störf að loknu sumarfríi leikskólans. Dagbjört, núverandi leikskólastjóri, mun því halda áfram störfum fram að sumarlokun.