Tilkynning til íbúa Svarfaðardals vegna hitaveitu

Tilkynning til íbúa Svarfaðardals vegna hitaveitu

Vegna viðhalds á dælubúnaði verður heitavatnslaust á morgun, fimmtudaginn 22. febrúar,  frá kl. 10:00 og eitthvað fram eftir degi.

Um er að ræða Laugarhlíðarsvæðið og norður að Helgafelli og allir bæir sunnan Laugarhlíðar þ.e. frá Jarðbrú að Hreiðarstaðakoti.

Einnig verður heitavatnið tekið af notendum sunnan Ytra- Hvarfs vegna viðhalds á dælum hitaveitunnar.

Beðist er afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum Hitaveitunnar.

Hitaveita Dalvíkur