Tilkynning frá Díónýsíu

Um leið og við viljum þakka bæjarbúum og sérstaklega börnunum fyrir góða móttöku í bænum viljum við leiðrétta leiðindamál sem kom upp.
Það var aðili í bænum á sama tíma og við sem bæjarbúar virðast hafa tengt við Díónýsíu hópinn. Hann sást víst drekka áfengi fyrir framan börn bæjarins og bönnuðu foreldrar börnum sínum að taka þátt í atburðum Díónýsíu í kjölfarið. Af þessu tilefni viljum við ítreka að hann var ekki á vegum Díónýsíu. Hann reyndi að fá gistingu með hópnum í Dalvík en við höfðum sagt nei við hann. Við berum enga ábyrgð á gjörðum hans í bænum.
Við vorum annars mjög ánægð með dvöl okkar í Eurovision bænum Dalvík og í Svarfaðardal og langar til að heimsækja bæinn aftur að ári. Vonumst við til að þetta leiðindaatvik hafi ekki neikvæð áhrif á samskipti bæjarbúa við Díónýsíu í framtíðinni.
Díónýsíunefnd