Tilboð í umsjón og rekstur - Rimar og aðliggjandi tjaldsvæði

Tilboð í umsjón og rekstur - Rimar og aðliggjandi tjaldsvæði

Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð óskar eftir tilboðum í umsjón og rekstur á félagsheimilinu Rimum ásamt aðliggjandi tjaldsvæði.  Um er að ræða rekstur á núverandi aðstöðu gegn leigugreiðslu með leigusamningi til allt að 10 ára. Húsnæðið og tjaldsvæði hentar vel fyrir ýmiskonar starfsemi svo sem menningarstarf, félagsstarf, ráðstefnur, veislur, ættarmót og fl.

Skilyrði er að á vegum rekstraraðila sé umsjónaraðili sem getur brugðist við beiðnum innan hálftíma.  

Áhugasamir aðilar skulu senda fyrirspurnir á tilboðstíma er varða vettvangsskoðun og annan aðbúnað fyrir lok 12. júní 2020 til Eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar á netfangið steinthor@dalvikurbyggd.is merkt „Rimar 2020“

Tilboðsfrestur er til og með 15. júní 2020.  Með tilboði skulu fylgja greinargóðar upplýsingar um áætlaða starfsemi og notkun fasteignarinnar og tjaldsvæðis.

Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.