Tilboð í smáhýsi

Dalvíkurbyggð óskar eftir tilboðum í 21,3 m2 smáhýsi það sem notað var að Hólavegi 1, Dalvík (Kátakoti).

Þeir sem áhuga hafa á að skila inn tilboði í hýsið geta skoðað það á hafnarsvæði Dalvíkurhafnar við Martröð og selst í því ástandi sem það er og verður það afhent þar.

Tilboðum skal skila til Tæknideildar Dalvíkurbyggðar fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 2. ágúst,2011 en þá verða þau opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem áhuga hafa.

Þorsteinn Björnsson
Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar