Til viðskiptavina með fasteignagjöld í greiðsluþjónustu eða beingreiðslu

Til viðskiptavina með fasteignagjöld í greiðsluþjónustu eða beingreiðslu

Við keyrslu á júní gjalddaga fasteignagjalda stofnuðust kröfur út frá kennitölum en ekki fasteignanúmerum. Við þau mistök rofnaði tenging milli bókhaldskerfis sveitarfélagsins og greiðsluþjónustu/beingreiðslu bankastofnana.

Því biðlum við til þeirra viðskiptavina sem eru með fasteignagjöld í greiðsluþjónustu/beingreiðslu að kanna sín mál. Sé júní gjalddagi ógreiddur er hann að sama skapi kominn fram yfir eindaga með tilheyrandi vaxtakostnaði og innheimtuviðvörunum.  Þeir viðskiptavinir sem standa frammi fyrir slíku eru beðnir um að hafa samband við þjónustuver Dalvíkurbyggðar í síma 460 4900 til að fá lausn sinna mál og fyrir frekari útskýringar og upplýsingar.

Beðist er innilegrar velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.