Þrettándabrenna á Húsabakka

Þrettándabrenna á Húsabakka

Í gær var haldin Þrettándabrenna á Húsabakka, boðið var uppá flugeldasýningu, heitt kakó, söng og blys. Veður var mjög gott og lögðu margir leið sína að brennunni, enda fólk sjálfsagt orðið leitt á þeim ófirði sem hefur verið í veðrinu og notað tækifærið til að sýna sig og sjá aðra. Bálið yljaði um hjartarætur og var þetta hin notalegast stund. Eins og áður sagði dreif að fólk úr öllum áttum og nýtti það sér hin ýmsu faratæki, meðal annars skíði, eins og sést á myndinni hérna fyrir neðan.