Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars 2010

Kjörskrá fyrir Dalvíkurbyggð, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010, liggur frammi á skrifstofu Dalvíkurbyggðar frá og með 26. febrúar 2010 til kjördags, á venjulegum opnunartíma þjónustuvers. Einnig er bent á vefinn www.kosning.is en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.

Kjörstaður í Dalvíkurbyggð verður í Dalvíkurskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísiun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Símanúmer á kjörstað er 8620480.

Kjörstjórn DalvíkurbyggðarBragi Jónsson, formaður, Gunnar Jónsson, Kolbrún Pálsdóttir