Tækniskóli KSÍ, DVD diskur – gjöf til fótboltaiðkenda frá KSÍ

Tækniskóli KSÍ, DVD diskur – gjöf til fótboltaiðkenda frá KSÍ

Miðvikudaginn 25.maí mun Aron Einar Gunnarsson, landsliðsmaður í fótbolta, koma til Dalvíkur og afhenda öllum fótboltaiðkendum 16 ára og yngri Tækniskóla KSÍ að gjöf en 25. maí er grasrótardagur UEFA (Evrópsku fótboltasamtakanna). Athöfnin fer fram í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar og hefst kl. 18. Allir iðkendur fótbolta hjá Barna- og unglingaráði UMFS eiga að mæta og taka persónulega við gjöfinni, aðstandendur eru einnig hvattir til að koma.

Tækniskóli KSÍ er DVD diskur sem KSÍ gefur út í 20.000 eintökum og er færður öllum börnum og unglingum að gjöf sem æfa knattspyrnu og eru 16 ára og yngri. Markmiðið með disknum er að efla knatttækni hjá börnum og unglingum, hvetja þau til aukaæfinga, jákvæðrar hreyfingar og vekja athygli á heilbrigðum fyrirmyndum í A-landsliði karla og kvenna og í U-21 árs landsliði karla. Leikmenn úr landsliðunum og landsliðsþjálfarar heimsækja öll félög landsins og afhenda iðkendum diskinn beint í hendur þeirra milliliðalaust.