Sýningin tekur á sig mynd

Sýningin tekur á sig mynd

Hönnunarvinna fyrir sýninguna „Friðland fuglanna“ er komin vel af stað og smám saman taka hugmyndirnar á sig mynd. Hönnuðir sýnigarinnar eru hjónin Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason. Þau eru bæði grafískir hönnuðir og hafa marga fjöru sopið á sviði hugmyndavinnu, hönnunar, auglýsinga og miðlunar af ýmsum toga. M.a. halda þau úti tímaritinu „Í boði náttúrunnar“ sem kemur út ársfjórðungslega og einnig sjá þau um vikulegan útvarpsþátt í Ríkisútvarpinu.

 
Guðbjörg og Jón