Sýning á jólaskrauti og munum tengdum jólum sett upp í Ráðhúsinu

Sýning á jólaskrauti og munum tengdum jólum sett upp í Ráðhúsinu

Lítil sýning á jólaskrauti og munum tengdum jólum var sett upp í gær í Ráðhúsinu. Byggðasafnið Hvoll sóttist eftir að fólk í byggðalaginu lánaði safninu gripi til að nota í þessari sýningu, fáir höfðu samband svo munirnir eru að mestu úr eigu byggðasafnsins. Komið og skoðið sýninguna sem verður uppi fram í miðjan desember.