Sveitaferð 20. maí

Nú er allt að verða nokkuð ljóst varðandi sveitaferðina okkar næstkomandi föstudag. Rútan kemur að Kátakoti kl. 12:30 og verður lagt af stað fljótlega eftir það, eða þegar allir hafa komið sér fyrir. Farið verður að Hofsá í Svarfaðardal (þar sem Jörvi býr ásamt fjölskyldu sinni). Það fer aðeins ein rúta svo þeir foreldrar sem vilja fara með í sveitina þurfa að fara á eigin bíl eða sameinast með öðrum foreldrum í bíl. Heimkoma er áætluð um kl. 15:00. Foreldrar þeirra barna sem hafa styttri vistunartíma en til kl. 15:00 er því bent á að koma og sækja börnin sín þegar við komum heim. Foreldrafélagið og Kátakot býður upp á smurt brauð og Svala í ferðinni. Hlökkum til að sjá ykkur, vonandi sem flest.

Starfsfólk Kátakots