Svarfdælskur mars 2009 verður 13. – 15. mars

Svarfdælskur mars 2009 verður haldinn 13.-15. mars næstkomandi. Auk fastra liða, eins og heimsmeistarakeppni í BRÚS á föstudagskvöld og að TAKA MARSINN á laugardagskvöld, verður söguganga, dagskrá með söng, sögum og ljóðum í Dalvíkurkirkju með þáttöku kóra og magnaðra upplesara, leiklesturinn á Skugga – Björgu í Ungó og farið á milli friðuðu kirknanna í Svarfaðardal með fróðleik, upplestur og söng.

Dagskrá:

Föstudagur 13. mars
Kl. 20:30 Setning - Heimsmeistarakeppni í brús að Rimum

Laugardagur 14. mars
Kl.11:00 Söguganga með Sveinbirni Steingrímssyni frá Upsum að Syðra Holti.
Kl. 13:00 Kaffi í byggðasafninu Hvoli
Kl. 14:00 Dagskrá í Dalvíkurkirkju; söngur og sögur og ljóð úr Dalvíkjurbyggð
Kl. 17:00 Leiklesturinn Skugga - Björg í Ungó
Kl. 21:00 Marsinn tekinn að Rimum.

Sunnudagur 15. mars
Kl. 13:00 Söguferð á milli kirkna með fróðleik, upplestri og söng


Frekari upplýsingar veitir Hjörleifur Hjartarson á netfanginu hjhj@rimar.is eða í síma 861 8884