Sundlaug Dalvíkur lokuð um helgina en líkamsrækt opin

Við tæmingu á Sundlaug Dalvíkur kom í ljós meira viðhald en áætlað var. Því miður verðum við því að tilkynna að lokað verður í sundlaug Dalvíkur 2. – 3. júní. Mánudaginn 4. júní munu heitu pottar í sundlauginni opna aftur og þriðjudaginn 5. júní verður opnun með eðlilegum hætti.


Opið verður í líkamsrækt 2. – 3. júní kl. 10:00 – 14:00
Opið verður í líkamsrækt og heita potta mánudaginn 4. júní. kl. 6:15 – 20:00.
Opið verður í líkamsrækt og sundlaug þriðjudaginn 5. júní kl. 6:15 – 20:00